« Home | John Wayne Gacy, Jr. » | Verslunarmannahelgin » | Guess Who Ran Away With The Milkman? » | You're pretty good looking......for a girl » | LungA » | One Last Woo-Hoo » | Byrjaður aftur. » | Boogie Boogie » | Rokk og rolla » | 47 > Kveðjan mín til þín! »

Hannes og Gulli

Góðan dag!

Sumarið búið (sem er leiðinlegt), skólinn byrjaður (sem er reyndar mjög fínt bara).. en ég var á Egilsstöðum í sumar og það var bara helvíti gaman. Var í unglingavinnunni með Unnsu minni og fleiru skemmtilegu fólki, vann samt ekki mikið og eyddi oftast öllum peningunum sem ég hafði unnið mér inn þann daginn í Shell eða Söluskálanum seinna um kvöldið. Vel gert Arnar. Síðan var ég líka að vinna í Shell, reyndar ekki lengi eða bara einhverjar 6 vaktir á hálfum mánuði eða eitthvað. Hætti afþví að ég átti að vinna heila helgi á seinni vakt og nennti því ekki. Ég vann reyndar mjög lítið í unglingavinnunni, bara fimm vikur eða eitthvað.. hætti fyrir ReyCup og var því atvinnulaus í mánuð sem var eiginlega bara mjög afslappandi og skemmtilegt. Verst að ég fékk enga peninga. Eeen eftir sumarið átti ég akkúratt 0 kr. eftir af laununum mínum. Það var samt eiginlega aðallega því ég eyðilagði vespu og þurfti að borga 30 þúsund í varahluti í hana. Ef að einhverjum vantar vespu þá ætti hann að tala við pabba minn sem er að reyna að selja hana.. hehe.

En já ég gerði nú ýmislegt skemmtilegt í sumar! Annað skemmtilegt sem ég gerði var t.d. að fara á ReyCup og vinna mótið.. það var virkilega fínt. Svo voru ferðirnar norður á land býsna margar.. sennilega eitthvað um 12-13 að keppa með 3. flokk, 2. flokk og síðan með 7 manna liðinu okkar sem að ég varð einmitt Íslandsmeistari með síðasta Sunnudag. Fótboltalega séð var sumarið alger snilld.. en vitiði hvenær lokahófið verður?

Annað skemmtilegt var t.d. LungA tónleikarnir, Álfaborgarsjéns á Borgarfirði Eystri um Versló, Sigur Rós á Seyðisfirði og auðvitað Ormsteiti á Egilsstöðum. Hehe.. mundi allt í einu eftir Ormi, kallinum sem að kom til okkar fyrir utan Söluskálann og fór að reyna við Önnu, Unni og Lindu. og Brynjar örugglega líka.

En nú er ég kominn aftur í Þorlákshöfn og það er mjög fínt bara, gaman að hitta krakkana aftur og svona :).. griðarlega spenntur fyrir vetrinum bara! Lítið systkini að koma í janúar (ég held og vona að það verði stelpa) ooog ég byrja í F.Su. eftir áramót sem að verður örugglega.. áhugavert.



Arnar out

Hehe Ormur, shit hvað hann var nettur!
,, það er örugglega að kvikna í mér".. hehehe

Annars Sakna ég þín Addi:(.. Og komdu bara á lokahófið!:D.. held það verði 7..

Lof jú

Sakna þín líka Unnsa mín.. held að ég komi samt ekki á lokahófið því að mamma mín er að fara til Finnlands í nótt, verður heima næstu helgi (7.) og fer svo aftur út til Noregs helgina þar á eftir..að horfa á torfæru!

Takk fyrir sumarið Arnar minn :) :* en hvaða lokahóf?

Fótboltanum :)..þar sem eru veitt verðlaun fyrir sumarið..Höttur ársins og svona.

Nei Boccia lokahófið sem arnar var að æfa í sumar.. veitt verðlaun fyrir bestu köstin og svona..

Æjj ! þá get ég ekki verið á þvi :( ooo...

En Já takk fyrir sumarið Arnar :*

Skrifa ummæli

Arnar?

  • Ég heiti Arnar Þór.
  • Bý í Þorlákshöfn.
  • Er 15 ára gamall.
  • Mér finnst gaman í fótbolta, tölvunni, rúminu og á Egilsstöðum. Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og öllu sem tengist henni.

mp3