« Home | One Last Woo-Hoo » | Byrjaður aftur. » | Boogie Boogie » | Rokk og rolla » | 47 > Kveðjan mín til þín! » | 46 > Pétur, komdu heill heim » | 44 > Ái. Heimskur maður. » | 43 > Ruuuuuugl! » | 42 > Tíðindi » | 41 > Almennilegt! »

LungA

Heyyó!

Í gær fór ég á Seyðisfjörð kl. hálfþrjú með Bogga og Lillu.. og já Unni og Lindu líka. Við horfðum á fótboltaleik, Huginn - Afturelding þar sem að báðir bræður Unnar voru í liðinu hjá Aftureldingu og að sjálfssögðu studdum við Unnur Aftureldingu til sigurs, 2-0! Unnur var voðalega skotin í númer 10 hjá Aftureldingu. Þá veistu það Lilla.

Mhmm.. eftir að leikurinn kláraðist..eða reyndar aðeins fyrir það þá fóru ég, Unnsa og Linda og Kæja út í sjoppu og fengum okkur sveittan hammara. (Skemmtilegt að borgarinn+franskar+kók kostaði 650 á sérstöku LungA tilboði, en ef maður vildi líka grænmeti á borgarann þá kostaði hann 900 krónur...Shell á Seyðisfirði fær mitt atkvæði sem lélegasta sjoppa veraldar)

Síðan var rölt út í Herðubreið, þar sem að var risatónlistarveisla sem að stóð fyllilega undir væntingum!

Miri stigu fyrstir á svið og kom ég inn þegar þeir voru byrjaðir á fyrsta lagi sínu af þremur. Krafturinn frá þessari hljómsveit er ótrúlegur, Ívar Pétur er sennilega einn sá nettasti trommuleikari......æi ég dýrka þá bara, ótrúlegt að besta band kvöldsins hafi verið látið spila fyrst :) Vildi sjá meira frá þeim...... hvenær kemur svo breiðskífa?

Miri á MySpace

Næstir á eftir Miri voru the Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum. Þeir voru svona.. þokkalegir bara, eitt lagið er helvíti gott (You Want To Love Some - mp3)

Tony the Pony frá Húsavík voru næstir á svið. Hef alltaf verið pínu spenntur fyrir þessari hljómsveit.. það sem ég hafði heyrt á rokk.is var skemmtilegt, en þeir náðu ekki að draga það fram á Seyðisfirði. Voru eiginlega ekkert skemmtilegir.

Næst á svið var (held ég) Sometime. Yndisleg tónlist.. þau voru bara mjög flott. Curver þarna að gera góða hluti..Þekki þetta annars ekki mikið. Voða flott bara.

Svo var komið að Benny Crespo's Gang. Horfði ekki mikið á þau en það sem ég sá var gott. Var bara svo mikið á flakki inn og út á þeim tíma að ég missti eiginlega alveg af þeim.

Biggi and the Bigital Orchestra var það sem mig langaði eiginlega mest að sjá. En hérna..ég var úti í sjoppu. Óþolands.

Svo var komið að Ghostdigital. Hehe..... þá var ég ekkert mikið að hlusta á tónlistina og var meira bara eitthvað í ruglinu aftast með Ingu að tala við bróður Grímsa Ronaldo!! (og dansa) Hehehe....æðislegt. Þá vissi ég reyndar ekki að hann væri bróðir þeirra Grímsa og Hrannars, hitti hann aftur inni á klósetti seinna um kvöldið og hann sagðist vera frá Húsavík og að sjálfssögðu spurði ég hvort hann þekkti dreng sem héti Grímsi Ronaldo.. þá var það bara bróðir hans. Ekki amalegt þetta. Stemmningin var samt mjög góð þegar að Ghostdigital var að spila.

Svo var bara komið að Fræ, sem var annar af hápunktum kvöldsins, þau voru alveg frábær! Sniðugt að ég kunni næstum öll lögin sem þau tóku utan af enda diskurinn búinn að rúlla mikið uppá síðkastið. Snilldarstemmning þá og ég var gríðarlega hress. Nett bara.

Ampop lokaði síðan kvöldinu, þeir voru flottir :)! Virkilega gaman að hlusta og horfa á þá, gerðu allt sitt vel og lögin þeirra auðvitað frábær. Don't let me down var best..ógeðslega fallegt lag.

Jajaja..síðan voru bara tónleikarnir búnir og þá fóru allir vel hressir út að gera eitthvað skemmtilegt og það var bara gaman :P Ég fór samt allt of snemma heim.. Pabbi og Olla komu að sækja mig kl. hálfeitt...... langaði ekki að fara.. (N) En já.. hef geðveikt lítið að segja, vil bara þakka öllum fyrir að gera þetta kvöld svona líka helvíti skemmtilegt :D

En í dag kíkti ég í sund með Ingu, Lindu, Önnu og Unni, það var mjöög fínt bara. Síðan fóru Linda og Inga í Atlavík með foreldrum sínum og ég Unnur og Anna líka uppúr rétt eftir það bara. Svo fór Anna að vinna (sem er einmitt það sama og hún var að gera á meðan LungA tónleikarnir voru..hehe) og ég og Unnsa fórum að horfa á Sumarhátíðina og taka því rólega í þessu geeeeðveika veðri sem var í dag. Þorgeir stökk yfir 170 cm í hástökki, er þetta eðlilegt?!

Svo fór ég heim.. pakkaði saman dótinu mínu og fór í flug til Reykjavíkur. Hitti mömmu mína í fyrsta sinn í næstum tvo mánuði, býsna gaman bara.. Sit svo hérna í Þorlákshöfn og hlusta á Girl Talk.

--------->


mmm hef voða lítið að segja. Er eiginlega bara farinn að gera eitthvað annað..

Myndir frá LungA kvöldinu koma örugglega bráðum hjá Prímadonnunum eða Kollu og Andreu.

Bæjó :)




ég er ekki sáttur með þig. Hefðir átt að vera meira inni á tónleikunum.

Biggi og benny crespo´s gang = best

Já svo er maður að heyra..andskotinn.

..samt varla betri en Miri!

fræ = sökkaði..
Miri, benny crespo's gang, "biggital", OG Ghostigital = beeeeestt..

mér fannst líka the foreign monkeys GEÐVEIKT flott ! ..
og shjett.. ívar pétur minnti mig bara á sigurrósartónleikana.. ;O geðveikur!!
Tony the Pony soldið nettir..

EN SHJETTT.. !! var ekkert SMÁ fúl þegar að Jeff Who? spilaði ekki!! ;@ samt Elli bassi frekar viðbjóðslega nettur með ghostigital!! haha.. og Hrafnkell trompetleikari! ;) á nú mynd af mér með þeim 2 .. *oghludu* :D:D en já.. orðið soldið langt.. minni á NÝTT BLOGG Á www.blog.central.is/sputnikz ! ;D

..klárlega mesta stemmingin þegar Ghostigital var!

Lifið er gott, fyrir utan að eg komst ekki a Lunga :(

já þessi sjoppa var ömurleg.. enginn kristall+! hversu glatað er það.. En svona fyrir utan það þða var þetta ágætis kvöld 8)

Hehe ja versta sjoppan sko 8) dísus

http://www.blog.central.is/sandra-92?page=viewPage&id=959360

Myndir frá henni Söndru!! :D

sem er ekki löt eins og Unnur Arna

sæll félagi og takk kærlega fyrir falleg orð.
Minni á tónleika á borgarfirði á föstudagskvöldið, fullt af nýju og gömlu stöffi sem verður þurrkað rykið af.

Og þú verður að sjálfsögðu látinn fyrstur vita af breiðskífunni þegar hún fæðist.

Væri nú mjög mikið til í að sjá ykkur á föstudaginn en er bara að fara að keppa í fótbolta í Reykjavík svo að það verður að bíða. Vonandi ekki of lengi samt.

hæ sæti :D flott blogg..vertu duglegri að blogga ;) og gangi þér vel á reycup
en hver er Grímsi Ronaldo???????????

Hálfviti í 3. flokk hja Völsungi.

Mig langar í síman minn aftur

Hættu að gráta

Skrifa ummæli

Arnar?

  • Ég heiti Arnar Þór.
  • Bý í Þorlákshöfn.
  • Er 15 ára gamall.
  • Mér finnst gaman í fótbolta, tölvunni, rúminu og á Egilsstöðum. Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og öllu sem tengist henni.

mp3