« Home | FM er lífsstíll. » | Lífið er ljúft » | Fyrst að Inga var að væla.. » | I love Mondays » | Nýtt lúkk.. » | Duglegur. » | Höttur í 2. deild! » | Hannes og Gulli » | John Wayne Gacy, Jr. » | Verslunarmannahelgin »

Sufjan Stevens - Fríkirkjunni 18. nóvember 2006

Í kvöld fór ég á bestu tónleika sem ég hef séð. Sufjan Stevens í Fríkirkjunni í Reykjavík. Ég kom þangað kl. 7, húsið nýopnað og ég og Steinunn fórum og fengum okkur sæti á ofsalega hörðum trébekkjum uppi á svölum. Við vorum samt með flott útsýni og stóðum næstum alla tónleikana, svo að það var allt í góðu lagi.

St. Vincent hitaði upp. Fyrir þá sem ekki vita hver St. Vincent er, þá er hún 23 ára stelpa sem heitir Annie Clark og var annar gítarleikari Polyphonic Spree, þó að tónlistin sem hún spili sé ekkert í þá áttina. Hún var bara ein á sviðinu og djöfull var hún nett :) Fyndin og skemmtileg og eiginlega bara æðisleg, gerði grín að Íslendingum að tala ensku, hehe.. Mjög sáttur með hana, og hún spilaði líka með Sufjan þegar hann var á sviðinu. Gítar, hljómborð og bakraddir.



love you

mp3: St. Vincent - Paris is Burning
St. Vincent MySpace


Síðan var komið að aðalmanninum, Sufjan Stevens. Hann byrjaði á að taka nýtt lag, Majesty Snowbird, sem er mjög flott. Þegar hann opnaði munninn og byrjaði að syngja fékk ég svona vægt sjokk, vissi ekki að svona fallegt hljóð gæti komið út úr manneskju, yndislegt sko. Svo hélt hann bara áfram og tók mörg frábær lög og flest sín allra þekktustu. Hann tók líka lag af væntanlegri jólaplötu með honum. Lagið heitir That Was The Worst Christmas Ever og á meðan á því stóð tók hann uppá því að henda uppblásnum jólasveinum út í sal.



Það var mjög fyndið.. ég og Steinunn hlógum af okkur rassgatið :D

Í heildina voru þessir tónleikar frábærir, ótrúlega fallegir og skemmtilegir og ég væri meira en til í að sjá bæði St. Vincent og Sufjan Stevens aftur á tónleikum. YNDISLEGT :D

mp3: Sufjan Stevens - That Was The Worst Cristmas Ever
mp3: Sufjan Stevens - To Be Alone With You


Arnar með frosnar tær.


þetta voru yndislegir tónleikar

jáhh arnar,þetta voru örugglega fínir tónleikar,enn samfés var nú betra hjá þér með öllu sem því fylgdi;);)

Aaaa geggjaðir tónleikar í alla staði, bara nett. Hefði svo sum ekkert verið á móti því að græða einn jólasvein eða superman haha. En allavega, takk fyrir kvöldið bara ! ;)

Já takk sömuleiðis Steinunn :)

Skrifa ummæli

Arnar?

  • Ég heiti Arnar Þór.
  • Bý í Þorlákshöfn.
  • Er 15 ára gamall.
  • Mér finnst gaman í fótbolta, tölvunni, rúminu og á Egilsstöðum. Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og öllu sem tengist henni.

mp3