29.11.06

Let's make love and listen to Death From Above!

Fann þetta í tölvunni minni áðan og ég hló.

Gunnhildur says:
haha já.. en ég ætla setja það á morgun er svo þreytt.. nenniekki að standi í svoleiðis núna kemur stax í fyrramálið
Linda María says:
hahaha.. einmitt!
Gunnhildur says:
já"!!
Linda María says:
þú ætlar einmitt að vakna til að gera svoleiðsis blogg!
Gunnhildur says:
nee bara eftir skóla
Linda María says:
hahaha
Linda María says:
þaðer ekki fyrramálið!!!
Gunnhildur says:

Linda María says:
,,ég er ekki heimsk ef ég viet ég er heimsk" RÚST
Gunnhildur says:
mér finnst það
Linda María says:
nei gunnhildur fyrra málið er á morgun þegar við vöknum
Linda María says:
!!
Linda María says:
hhaa auli!
Gunnhildur says:
nei
Gunnhildur says:
það getur líka verið um daginn
Linda María says:
NEI!!!!
Gunnhildur says:
ég allavega notaþað stundum þannig
Linda María says:
hahahahah


HIGHFIVE Gunnsa. Real smart.

Arnar Þór

19.11.06

Sufjan Stevens - Fríkirkjunni 18. nóvember 2006

Í kvöld fór ég á bestu tónleika sem ég hef séð. Sufjan Stevens í Fríkirkjunni í Reykjavík. Ég kom þangað kl. 7, húsið nýopnað og ég og Steinunn fórum og fengum okkur sæti á ofsalega hörðum trébekkjum uppi á svölum. Við vorum samt með flott útsýni og stóðum næstum alla tónleikana, svo að það var allt í góðu lagi.

St. Vincent hitaði upp. Fyrir þá sem ekki vita hver St. Vincent er, þá er hún 23 ára stelpa sem heitir Annie Clark og var annar gítarleikari Polyphonic Spree, þó að tónlistin sem hún spili sé ekkert í þá áttina. Hún var bara ein á sviðinu og djöfull var hún nett :) Fyndin og skemmtileg og eiginlega bara æðisleg, gerði grín að Íslendingum að tala ensku, hehe.. Mjög sáttur með hana, og hún spilaði líka með Sufjan þegar hann var á sviðinu. Gítar, hljómborð og bakraddir.



love you

mp3: St. Vincent - Paris is Burning
St. Vincent MySpace


Síðan var komið að aðalmanninum, Sufjan Stevens. Hann byrjaði á að taka nýtt lag, Majesty Snowbird, sem er mjög flott. Þegar hann opnaði munninn og byrjaði að syngja fékk ég svona vægt sjokk, vissi ekki að svona fallegt hljóð gæti komið út úr manneskju, yndislegt sko. Svo hélt hann bara áfram og tók mörg frábær lög og flest sín allra þekktustu. Hann tók líka lag af væntanlegri jólaplötu með honum. Lagið heitir That Was The Worst Christmas Ever og á meðan á því stóð tók hann uppá því að henda uppblásnum jólasveinum út í sal.



Það var mjög fyndið.. ég og Steinunn hlógum af okkur rassgatið :D

Í heildina voru þessir tónleikar frábærir, ótrúlega fallegir og skemmtilegir og ég væri meira en til í að sjá bæði St. Vincent og Sufjan Stevens aftur á tónleikum. YNDISLEGT :D

mp3: Sufjan Stevens - That Was The Worst Cristmas Ever
mp3: Sufjan Stevens - To Be Alone With You


Arnar með frosnar tær.


31.10.06

FM er lífsstíll.

Góða kvöldið!

Mér datt í hug að skjóta inn eins og einu bloggi á þessa síðu.. kominn tími til eiginlega. Emofags er samt nettust skohhz.

Það er fáránlega leiðinlegt þegar lífið verður vanafast, vikurnar líða hjá á fullu og ekkert merkilegt gerist. Búinn að vera að upplifa það svoldið upp á síðkastið, manni finnst alltaf að maður sé að gera það sama dag eftir dag, viku eftir viku. Enginn stemmari í því.. hver er geim í að koma að gera eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt?
Heyrðu ég gerði reyndar eitt frekar skemmtilegt í dag.. ég og Gummi syntum naktir í skólasundi! Sprell maður. Fyndið að vera með sundgleraugu og synda á eftir nöktum manni, maður fær nýtt og spennandi sjónarhorn. Hehehheheehehhehehhehehe.

Jól eftir tvo mánuði maður,, og lítil systir (er alveg viss um að þetta dýr sé stelpa! og Linda er sammála mér í því!) eftir tvo og hálfan! Mig hlakkar ekkert smá mikið til.. hefur langað lengi að eignast annað lítið systkini og það virðist allt saman vera að ganga vel, sem er ekkert nema gott.. Þetta barn mun styðja Chelsea og Hött, það er nokk ljóst ;)

Ég byrjaði að nota torrent í síðustu viku og sé þvílíkt eftir því að hafa ekki nennt að læra á það fyrr. Ótrúlega einfalt og gott kerfi! Búinn að næla mér í mikið af skemmtilegu dóti. Til dæmis FOOTBALL MANAGER 2007! Sem er magnaður leikur og ég gæti örugglega verið í honum að eilífu.. samt ekki sko. En ég gæti reynt. Búinn með eitt tímabil, er ManUtd.. lenti bara í 2. sæti í deild og komst í 8 liða úrslit í Meistaradeild og ekkert áfram í bikarkeppnunum, sem er vesen.. en ég lenti í miklum meiðslum og mun rústa þessu á næsta tímabili. Vona það.

Egilsstaðir á miðvikudaginn, sem er frábært og ég get ekki beðið eftir að hitta allt fólkið sem ég elskaaa ;*** One love.

Eeen ég ætla að einbeita mér að FM gott fólk.. bleeeess!

- Arnar


Tónlist:
My Chemical Romance - The Black Parade
Pétur Ben - Wine for My Weakness
Toggi - Puppy
Ýmsir flytjendur - Iceland Airwaves '06

30.9.06

Lífið er ljúft

því að Egill gæskurinn ætlar að kíkka í heimsókn til mín á sunnudaginn.





emó strákur með undirhöku

22.9.06

Fyrst að Inga var að væla..

..þá kemur hér blogg.

Djöfull brá mér þegar ég kom inná síðuna mína áðan. Var nefnilega að sjá þessar stjörnur á bannernum í fyrsta sinn þar sem að þær sjást ekki í minni tölvu. Undarlegt. Hommalegar stjörnur....

En já núna er ég á Egilsstöðum, kom í kvöld með flugvél.. og ég er kvefaður svo að ég fékk geðveikar hellur fyrir eyrun í flugvélinni og það var ógeðslega vont og ég var með hellur í svona hálftíma eftir það og heyrði mjög takmarkað. Vont bara.
En já ég kom heim og fór síðan út með Viktori Andersen og fleirum.. það var nú fínt.

Flestir strákarnir eru að fara til Akureyrar á morgun og verða alla helgina svo ég hitti þá bara ekki neitt alla helgina.. leeeiðinlegt. Svo er Unnsa bara eitthvað í Reykjavík, kvikindið.. eeeen hinir vinir mínir eru nú hérna og klárlega eitthvað skemmtilegt að fara að gerast um helgina.. ef að ég fæ að ráða allavega!
Maður verður nú að gera eitthvað svipað skemmtilegt og það sem er að gerast í Þorlákshöfn um helgina..heheh vonandi skemmtir Lölli sér vel í sundtíma á mánudaginn ;)

en jæja ég er farinn..blesss

11.9.06

I love Mondays

Mánudagar eru örugglega skemmtilegustu dagarnir í vikunni minni.. jaa fyrir utan helgina.

Engin stærðfræði..og talandi um stærðfræði þá er próf á morgun úr kafla sem ég á 10 bls. eftir í. Fíla það ekki nógu vel..kannski maður kíki á þetta.
Svo er bara einn tími eftir hádegi og það er lífsleikni.. sem er voðalega rólegur tími.

Við í 10. bekk höldum fyrsta diskótekið okkar á fimmtudaginn.. vonandi verður það nett bara. Löllabúð verður með ýmsan varning til sölu..er það ekki alveg málið að kaupa karton af President og selja á diskótekunum? Það þætti mér gaman..

En hérna.. ég vil benda þeim sem spila FM eða álíka leiki á að koma og vera með í Planetarium Manager!
Þessi leikur er mjög svipaður og Hattrick, ef að einhver hefur prófað hann. Ég gafst alltaf upp á Hattrick afþví að mér fannst hann frekar óspennandi.. en PM er annað mál. Er einmitt núna nýbyrjaður á nýju tímabili með Knattspyrnufélagið Spyrni og sit á toppi B-2 deildarinnar eftir tvo leiki, hehe.. endilega prófa! 100 íslenskir notendur í leiknum og 100 lið laus fyrir fleiri Íslendinga.

Ætla að hætta þessu bulli og fara að sofa..gn.

Nýtt lúkk..

..og það er bleikt.

og ég ætla að vera duglegur að blogga.

en ekki núna.

góða nótt

10.9.06

Duglegur.

Var að taka til í herberginu mínu.

Fæ ég ekki kex?

5.9.06

Höttur í 2. deild!



SNILLD!

Gleði gleði.. 2. deild næsta sumar.. þetta er frábært!
Til hamingju!



31.8.06

Hannes og Gulli

Góðan dag!

Sumarið búið (sem er leiðinlegt), skólinn byrjaður (sem er reyndar mjög fínt bara).. en ég var á Egilsstöðum í sumar og það var bara helvíti gaman. Var í unglingavinnunni með Unnsu minni og fleiru skemmtilegu fólki, vann samt ekki mikið og eyddi oftast öllum peningunum sem ég hafði unnið mér inn þann daginn í Shell eða Söluskálanum seinna um kvöldið. Vel gert Arnar. Síðan var ég líka að vinna í Shell, reyndar ekki lengi eða bara einhverjar 6 vaktir á hálfum mánuði eða eitthvað. Hætti afþví að ég átti að vinna heila helgi á seinni vakt og nennti því ekki. Ég vann reyndar mjög lítið í unglingavinnunni, bara fimm vikur eða eitthvað.. hætti fyrir ReyCup og var því atvinnulaus í mánuð sem var eiginlega bara mjög afslappandi og skemmtilegt. Verst að ég fékk enga peninga. Eeen eftir sumarið átti ég akkúratt 0 kr. eftir af laununum mínum. Það var samt eiginlega aðallega því ég eyðilagði vespu og þurfti að borga 30 þúsund í varahluti í hana. Ef að einhverjum vantar vespu þá ætti hann að tala við pabba minn sem er að reyna að selja hana.. hehe.

En já ég gerði nú ýmislegt skemmtilegt í sumar! Annað skemmtilegt sem ég gerði var t.d. að fara á ReyCup og vinna mótið.. það var virkilega fínt. Svo voru ferðirnar norður á land býsna margar.. sennilega eitthvað um 12-13 að keppa með 3. flokk, 2. flokk og síðan með 7 manna liðinu okkar sem að ég varð einmitt Íslandsmeistari með síðasta Sunnudag. Fótboltalega séð var sumarið alger snilld.. en vitiði hvenær lokahófið verður?

Annað skemmtilegt var t.d. LungA tónleikarnir, Álfaborgarsjéns á Borgarfirði Eystri um Versló, Sigur Rós á Seyðisfirði og auðvitað Ormsteiti á Egilsstöðum. Hehe.. mundi allt í einu eftir Ormi, kallinum sem að kom til okkar fyrir utan Söluskálann og fór að reyna við Önnu, Unni og Lindu. og Brynjar örugglega líka.

En nú er ég kominn aftur í Þorlákshöfn og það er mjög fínt bara, gaman að hitta krakkana aftur og svona :).. griðarlega spenntur fyrir vetrinum bara! Lítið systkini að koma í janúar (ég held og vona að það verði stelpa) ooog ég byrja í F.Su. eftir áramót sem að verður örugglega.. áhugavert.



Arnar out

Arnar?

  • Ég heiti Arnar Þór.
  • Bý í Þorlákshöfn.
  • Er 15 ára gamall.
  • Mér finnst gaman í fótbolta, tölvunni, rúminu og á Egilsstöðum. Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og öllu sem tengist henni.

mp3