« Home | 46 > Pétur, komdu heill heim » | 44 > Ái. Heimskur maður. » | 43 > Ruuuuuugl! » | 42 > Tíðindi » | 41 > Almennilegt! » | 40 > Dót sem þið ættuð að vera að hlusta á » | 39 > Jæjæjæjæ jæjæjaja! » | 38 > Páskar » | 37 > tja örugglega númer 37 » | 36 > Tvífari »

47 > Kveðjan mín til þín!

Pétur Kjerúlf Þorvarðarson, hvíldu í friði







Ég hef ekki mikið að segja, það er búið að segja það allt áður og fjölmargir góðir vinir þínir búnir að segja svo falleg orð um þig að ég hef bókstaflega farið að hágrenja. Þú varst vinur allra og alltaf gott og afslappað andrúmsloft í kringum þig. Þú gast alltaf fengið mig til að glotta með netta kjánabrosinu þínu og hlátrinum sem að lífgaði upp á herbergið.. eða fótboltavöllinn.. eða rútuna eða hvar sem þú varst staddur! Man tildæmis eftir þessari keppni þarna á myndinni fyrir ofan.. hehehe þú skóflaðir í þig mysu og hrárri kartöflu eins og ekkert væri, helnettur! Síðan var það nú líka snilld í sumar þegar við vorum að keppa á Dalvík og þú fiskaðir einn helvíti ófríðann mann útaf með rautt spjald.. ("Sérð'eetta dómari hann kýldi mig í andlitið") hehehe ég held ég hafi aldrei hlegið jafnmikið í fótboltaleik :)

Já Pétur, þín verður saknað.




Ég var nú bara kunningi þinn og þekkti þig ekki jafn vel og þínir nánustu en ég samt þekkt þig síðan ég man eftir mér og skrítið að þú sért farinn frá okkur og komir ekki aftur. En hey, við sjáumst seinna kallinn.. mig er strax byrjað að hlakka til að sprella með þér í himnaríki! :)

Þetta lætur mann hugsa meira um hversu hverfult lífið er og ekkert er öruggt, ég ætla að hætta að taka fólkinu í kringum mig sem sjálfssögðum hlut og byrja að hugsa um hvernig lífið væri ef að eitthvað svona myndi allt í einu, óvænt, gerast fyrir það.

Jörgen og fjölskylda og bestu vinir Péturs, þið eigið alla mína samúð og ég get ekki ímyndað mér hvað þið eruð að ganga í gegnum þessa dagana því að þrátt fyrir að hafa aðeins verið kunningi og ekki hitt kallinn í meira en mánuð þá verð ég að segja að mér líður ömurlega yfir fráfalli hans..

Pétur var frábær og hress strákur og á allt það besta skilið.
"Þeir deyja ungir sem guðirnir elska"


Svalastur :)

fallegt blogg :) haha..man eftir þessu atviki þegar Pétur fiskaði þennan gaur útaf með rautt spjald!!það var snilld:P
Hvíldu í friði Pétur minn..þín er sárt saknað!

Falleg blogg Arnar minn:* og það er satt, það er ekki hægt að taka neinu lengur sem sjálfsögðum hlut :(

†Hvíldu í friði elsku Pétur†

Flottur Arnar, frábært að lesa þetta.

†Hvíldu í friði Pétur :'(

ég þekkti þenna gaur ekki neitt enn þetta var flott hjá þér. Ég veit ekki hvernig mér myndi líða ef ég myndi lenda í þessu þ.e.a.s ef ég þekkti hann eitthvað

Sætt blogg hjá þér Arnar:);*

hææj arnar minn=) ótrúlega fallegt blog hja þer:* elsku kallinn minn;) en ja R..I.P pétur ástin min:/

vá eg sakna þess að tala við þig maður:(:'(
sakna þin sárt ástin min!

Skrifa ummæli

Arnar?

  • Ég heiti Arnar Þór.
  • Bý í Þorlákshöfn.
  • Er 15 ára gamall.
  • Mér finnst gaman í fótbolta, tölvunni, rúminu og á Egilsstöðum. Einnig hef ég mikinn áhuga á tónlist og öllu sem tengist henni.

mp3