21 > Hlutir
Nú hef ég ekki bloggað almennilega í langan langan tíma svo að nú ætla ég bara að segja frá hlutum sem hafa verið að gerast síðustu daga..sem hafa verið nokkrir.
Fótboltamót: Já það var fótboltamót á Selfossi innanhúss um síðustu helgi... svokallað HSK mót (Y). Okkur gekk ekki vel og ég gat bara spilað 2 leiki, ældi eftir þá báða reyndar afþví að ég var svo veikur. Skoraði samt eitt mark og annað dæmt af..vúhú. Fagnið eftir það þótti rosalegt og minnti á vangefinn kjúkling í flugtaki.. Hápunktur mótsins var klárlega þegar ég datt nakinn inni í búningsklefa..svokallað teiknimyndafall og fór ég með löppina fyrir ofan höfuðið á leiðinni niður. Ég vil ítreka að ég var nakinn!
Ekki hlaupa nakin í búningsklefanum..keijó?
Pool: Pool á netinu hefur sannað sig sem hágæða dægrastytting og ég er búinn að spila meira enn hundrað leiki við Rebekku. Og er búinn að vinna hana 57 sinnum..enn hún bara 45 sinnum og svo gaf ég henni 10 stig afþví að ég vorkenndi henni. :) Hún er nefnilega svo léleg.. minigolf er síðan að koma sterkt inn líka..þó að Unnur vinni mig alltaf..tsssss..a.
Kók: Ég ætla að hætta að drekka kók!! :D Good luck to me.. *-)
Veikindi: Ég er búinn að vera veikur frekar lengi og ekkert getað verið í fótbolta eða neinu ( :( ) svo að ég hef haft lítið að gera.. sem er auðvitað bara leiðinlegt. Enn ég uppgötvaði snilldarþætti sem að allir þurfa að ná sér í, ef að þeir eru ekki með Sirkus þar að segja. Þeir heita My Name Is Earl og fjalla um Earl sem er svona white thrash kall með músstass sem að er að reyna að bæta fyrir allt það slæma sem hann hefur gert í lífi sínu. Hann setti semsagt saman lista með öllu því slæma og gerir svona einn hlut í einu og eru þessir þættir bara fyndnir.. Mæli með því að allir sem eru með DC eða Torrent nái í þá bara núna.
Love you love you love you
Ég horfði líka á Flightplan á mánudaginn oog váá það er leiðinleg leiðindamynd með leiðindasöguþráð og ég er byrjaður að hata þessa leikkonu. Man ekki hvað hún heitir en þú, hvar sem þú ert, ég hata þig. Jú einmitt þú heitir Jodie Foster. Leikur alltaf leiðinlegar persónur.
Hate you hate you hate you
Valentínusardansleikurinn: ..var í gær og það var bara mjööög ágætt sko. Hefði mátt vera lengur samt enn það verður bara næst.. eða eitthvað ;) Allavega, kl. 8 þá kom Ásta að sækja mig og ég fór bara til dyra og þegar ég kom út var bara þessi magnaða limmósína og ég var alveg bara..vóó. :D..haha þetta var geðveikt. Stelpurnar ákváðu semsagt nokkrar saman að leigja limmósínu og koma okkur strákunum á óvart..síðan jáá fórum við Ásta bara inní limmann og þar voru Baldur og Hildur og Baldur líka alveg í sjokki..heh.. svo tókum við smá hring í bænum og svo heim til Önnu Mjallar þar sem að mamma Önnu var bara tilbúin með kokteila og súkkulaðihjúpuð jarðarber...Shit hvað þetta var nett! :P Síðan var keyrt í limmanum á ballið og það var bara gaman..jaja.
Nokkrar myndir af ballinu :)
Hehehe.. Elías.
Geir
Martús og Magna
Guðfinna og Gvendur.
Ásta og..ónettur aðili.
Siggi Fannar(sá sem að fattaði að þessi er frændi Jónas Ástþórs fær 10 stig) og Freyja Mjöll
Danspar kvöldsins
Baldur sá um tónlistina (Y)
Kristín og Geir..
Nenni ekki að setja fleiri myndir :)........enn vil endilega benda á einn lítinn hlut :D
ÉG Á AFMÆLI Á MORGUN!!!!
VÚÚHÚHÚ´HÝGDGDF´DFDÚ:D:D:D
15 ÁRA KVIKINDI!
BÆBÆ :D
..OG KOMMENTIÐ :):D
URR... sko þú gafst mer ekki 10 stig afþví þú vorkenndir mér! þú sagðir ef þú vinnur mig færðu tíu stig! og ég vann. Rúst. :) og nuna ertu bara að vinna með 1 stigi :D... Og gangi þér vel með að hætta að drekka kók, gangi þér vel ! en ég veit að það á ekki eftir að endast viku :)
Posted by Nafnlaus | 10:13 e.h.
Jæja gott blogg barasta gaman af þessu :)
Posted by Nafnlaus | 10:24 e.h.
Haha.. ég hló upphátt þegar ég las að þú hafir dottið nakinn inní búningsklefa! það er spes :D .
En til hamingju með afmælið :D <:o)
Posted by Nafnlaus | 11:14 e.h.
Haha...ég fæ 10 stig fyrir að þekkja frænda Jónasar :D...og þú ert náttúrulega bara nettur að detta nakinn í íþróttaklefa !!...drengur hvernig fórstu að því ??
Posted by Nafnlaus | 4:40 e.h.
Giska á að hann hafi verið að hlaupa/labba, og hafi svo runnið og dottið..Rigth?
Posted by Nafnlaus | 10:20 e.h.
Tjahh.. var með slöngu með köldu vatni, sprautaði á Kjarra, hljóp svo útúr sturtuklefanum og datt inná miðju gólfi í búningsklefanum afþví að það var blautt.. :(
Posted by Arnar Þór | 10:43 e.h.
Skrifa ummæli